Markmið

Markmið félagsmiðstöðvarinnar:

Að ná til allra nemenda í unglingadeild Setbergsskóla og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli.

Félagsmiðstöðin Setrið skal vera vettvangur þar sem unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.

Félagsmiðstöðin skal halda úti fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við starfsfólk Mosans og nemendaráð sem tekur mið af áhugamálum unglinganna hverju sinni.

Félagsmiðstöðin skal vera vakandi yfir þörfum samfélagsins og fræða, fjalla um og hafa jákvæð áhrif á unglingana með hin ýmsu málefni sem tengjast þeirra daglega lífi

Starfið skal einkennast af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og unglingalýðræði. Félagsmiðstöðin Setrið skal leitast við að ná til þeirra unglinga sem ekki stunda heilbrigt tómstundarstarf eða teljast til áhættuhóps.

Félagsmiðstöðin skal standa fyrir markvissri fræðslu, forvarnar og leitarstarfi og beita fjölbreyttum aðferðum til auka líkur á árangri.

Félagsmiðstöðin skal leitast við að mæta hverjum einstakling á hans forsendum og veita honum tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu.

Við ráðningu starfsmanna í Setrinu er lögð áhersla á menntun, reynslu og félagshæfni einstaklingsins.

Ávallt skal vera starfandi hæft starfslið í félagsmiðstöðinni sem eru góðar fyrirmyndir og bera virðingu fyrir unglingum.

Tryggja þarf þekkingu starfsfólks á þáttum tengdum unglingsárunum og hinum ýmsu frávikum s.s. tourette, athyglisbrest með og án ofvirkni, þunglyndi, kvíða og félagsfælni.

Félagsmiðstöðin skal leitast við að hafa gott samstarf við ýmsa aðila s.s. félagsmálastofnun, skóla, foreldra, lögreglu, aðrar félagsmiðstöðvar, aðrar stofnanir, félög og samtök sem vinna að unglingamálum, til að ná settum markmiðum.


Tómstundamiðstöðin í Setbergsskóla | Hlíðarberg 2, 220 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðin Setrið |Sími 555 2955| Netfang setrid@hafnarfjordur.is

Frístundaheimilið Krakkaberg |Sími 565 1031| Netfang krakkaberg@hafnarfjordur.is