Skipulagsdagur 21.nóvember

14.11.2014

Föstudaginn 21.nóvember er skipulagsdagur í skólanum og lokaður skólinn. Þá er opið hjá okkur allan daginn fyrir þau börn sem skráð eru sérstaklega fyrir þann dag.

Vinsamlegast sendið okkur skráningu sem fyrst, lokadagur fyrir skráningu er miðvikudagurinn 19.nóv kl.17. Á heilum degi koma börnin með morgunnesti og hádegismat með sér en þau fá síðdegishressinguna hjá okkur.
Við erum með opið 8.00-17.00 og það sem þarf að koma fram þegar skráð er er:

Nafn barns:

Mætir kl:

Fer heim kl:

Sótt eða Labbar sjálft

 Hægt er að skrá hjá starfsfólki á staðnum eða senda tölvupóst á krakkaberg@hafnarfjordur.is


Tómstundamiðstöðin í Setbergsskóla | Hlíðarberg 2, 220 Hafnarfjörður
Félagsmiðstöðin Setrið |Sími 555 2955| Netfang setrid@hafnarfjordur.is

Frístundaheimilið Krakkaberg |Sími 565 1031| Netfang krakkaberg@hafnarfjordur.is